Harpa bilakjallari
545 bílastæði eru við Hörpu sem eru aðgengileg beint inn í húsið. Gjaldskylda er í bílahúsinu allan sólarhringinn. Metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu.
Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmælum sem eru 1 á hvorri hæð bílahússins. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Harpa. Hæðartakmörk bifreiða í kjallaranum er 2,2 m.
Hafnartorg bilakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Hafnartorg.
Reykjastræti bílakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Reykjastræti.
Landsbankinn bílakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Landsbankinn.
Vangreiðslugjald
Vangreiðslugjald 7.500 kr er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bif-reiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Vangreiðslugjald lækkar í 6.500 kr ef greitt innan þriggja daga. 250 kr seðilgjald leggst ofaná reikninga.
Bæði við greiðsluvélar og þegar ekið er inn í bílakjallarann eru skilti þar sem tekið er skýrt fram hverjar greiðsluleiðir eru og hvaða gjaldsvæði sé í boði. Við getum því miður ekki tekið greiðslur til annarra gjaldsvæða gildar ef valið er rangt gjaldsvæði í öppunum, t.d. Höfðatorg eða P1-P4.
Næsta dag eftir álagningu er krafan stofnuð og send í netbanka umráðamanns/eiganda ökutækisins til innheimtu.
Eftir að krafan hefur verið stofnuð er einnig hægt að greiða gjaldið í bönkum og sparisjóðum.
P merkt bilastæði (gildir einungis fyrir bílastæðin í Hörpu)
Handhafi P-merkis fær gjaldfrjálsan aðgang að bílahúsi Hörpu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1. Handhafi P-merkis sendir tölvupóst á bilahus@115.is eigi síðar en 3 klukkustundum fyrir viðburði/fyrirhugaða heimsókn.
Eftirfarandi skal koma fram í tölvupósti:
a. Nafn og kt. handhafa P-merkis
b. Bílnúmer
c. Tímasetningar
d. Mynd af P-merki
2. Séu bilar ekki sannanlega tilkynntir með tölvupósti fyrir fram í samræmi við þetta fyrirkomulag gildir gjaldskrá bílakjallara Hörpu.
3. P-merktir bílar skulu leitast við að leggja í P-Stæði sem eru alls 19 talsins. Vangreiðslugjald verður sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá.
4. Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 10 tíma. Gjaldsrká bílahúss tekur við að þeim tíma liðnum.
Andmælaréttur
Teljir þú álagningu vangreiðslugjaldsins ekki samræmast reglum 115 Security um notkun bílakjallaranna er unnt að leggja fram beiðni um endurskoðun hennar með því að senda tölvupóst á netfangið 115@115.is.