Skilmálar útsendra reikninga

Reikningar frá 115 Security ehf. (680109-1410) eru upprunir í bókhalds- og áætlunarkerfi sem sniðið er eftir reglugerð nr. 505/2013. 


Skilmálar útsendra reikninga

Reikningur gildir sem ábyrgðarskírteini fyrir ábyrgðarskyldar vörur

Um leið og við óskum þér til hamingju með kaupin mælumst við til að kynnir þér rétta notkun í handbókunum sem fylgja þannig að tækið geti þjónað þér sem lengst og best. Góð meðferð tryggir langa endingu.

 Ef einhverjar spurningar vakna, hikaðu ekki við að hafa samband við okkur. Símanúmerið er 5 115 115.

 Ábyrgð er tekin á framangreindu tæki í eitt ár frá kaupdegi þess, nema ef um neytendakaup er að ræða er ábyrgðartíminn tvö ár. Þann tíma eru varahlutir og vinna kostnað 115 Security. Komi fram bilun á tækinu á ábyrgðartímabilinu, sem stafar af framleiðslu- og/eða efnisgalla, án þess að tækið hafi orðið fyrir skemmdum eða illri meðferð, verður það lagfært á okkar kostnað. 115 Security undanskilur sig allri ábyrgð á afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun eða galla.

 Ábyrgðin miðast ávallt við að tækið komi á verkstæði okkar til viðgerðar. Óski viðskiptavinur eftir að komið sé til hans greiðist sérstaklega fyrir akstur og ferðatíma.

 

Ábyrgð fellur niður:

1. Ef ekki er sannanlega kvartað yfir bilun eða galla innan hálfs mánaðar frá því bilunar eða galla varð vart.

2. Ef uppgefinn endingartími frá framleiðanda búnaðar er liðinn, ef komið er fram yfir þá dagsetningu sem merkt er á tækinu sem lokadagsetning.

 

Tækið fellur úr ábyrgð ef:

1. Aðrir en starfsmenn 115 Security hafa gert við það, eða gert tilraun til að gera við það.

2. Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.

3. Tækið hefur verið tengt við ranga spennu eða straumtegund.

4. Ísetning á íhlutum eða viðbótareiningum er unnin af öðrum en starfsmönnum 115 Security og veldur það því að viðkomandi hlutur eða annar bilar við aðgerðina.

 Ábyrgðin gildir ekki ef um eðlilegt slit eða rekstrarvöru er að ræða. Ef seld eru notuð tæki fylgir þeim ekki ábyrgð. Athugið að reikningur þessi gildir sem ábyrgðarskírteini. Glatað skírteini = glötuð ábyrgð.

115 Security er ekki skaðabótaskylt vegna tjóns sem eigandi verður fyrir vegna galla á forriti, né tjóns sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni.

 Sérpantaðri vöru er ekki hægt að skila.

 

Söluveð

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldu munum til tryggingar samanlögðu kaupverði á framhlið reiknings þessa, vöxtum og kostnaði skv. 35. gr. l. nr. 75/1997 um samningsveð. Standi kaupandi ekki í skilum með framangreint kaupverð, er seljanda heimilt hvort heldur hann vill láta selja hið veðsetta nauðungarsölu til fullnustu kröfu sinni eða rifta söluveðsetningunni og krefjast afhendingar hins veðsetta.

 Söluveðið fellur ekki brott af hinum seldu munum fyrr en kaupverðið er að fullu greitt. Óheimilt er að selja hið veðsetta, breyta eða skeyta því við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluveðið glatist.

 Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísun fella ekki brott söluveðið fyrr en full greiðsla hefur borist.

 Upplýsingum um útgáfu reikningsins á lögaðila, fjárhæð hans og hvenær hann verður greiddur, verður miðlað áfram i Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf. 115 Security er heimilt að tilkynna um vanskil lögaðila til Creditinfo, til skráningar á skrá Creditinfo yfir vanskil o.fl.





Leita




karfa
Samtals 0 kr.

hlutir í körfu

0